Fótbolti

Busquets: Þeir voru betri en við

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergio Busquets í baráttunni við Marco Veratti í kvöld.
Sergio Busquets í baráttunni við Marco Veratti í kvöld. vísir/getty
Paris Saint-Germain er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-0 sigur á Barcelona á heimavelli sínum í París í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna en sá síðari fer fram eftir tvær vikur á Nývangi þar sem Barcelona þarf að svara með fjórum mörkum bara til þess að komast í framlengingu.

PSG-liðið var betri aðilinn frá upphafi til enda og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk á meðan Barcelona var ólíkt sjálfu sér og gat í raun og veru ekki neitt.

„Þeir voru betri en við. Þeir spiluðu betur, voru með betri leikáætlun og voru líkamlega sterkari en við,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona, eftir tapið í kvöld.

Spænski landsliðsmaðurinn lýgur engu um það en PSG tókst líka að slökkva algjörlega á Lionel Messi sem snerti ekki boltann einu sinni innan vítateigs Parísarliðsins í leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×