John Oliver snýr aftur: Laumar staðreyndum í auglýsingahlé uppáhaldsþátta Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 10:30 John Oliver. Vísir/Getty Háðfuglinn John Oliver sneri aftur á öldur ljósvakans í gær með þátt sinn Last Week Tonight. Donald Trump og samband Bandaríkjaforseta við sannleikann og staðreyndir var í brennidepli. „Síðan hann tók við, fyrir um það bil 412 árum, Trump hefur gert okkur ljóst að raunveruleikinn skiptir hann engu máli,“ sagði Oliver en segja má að breski þáttastjórnandinn hafi hreinlega hakkað Donald Trump í sig í þætti gærdagsins. „Hann hefur ýkt fjölda þeirra sem mættu á innsetningarathöfn hans, hann hefur sagt að umfangsmikið kosningasvindl hafi verið látið viðgangast í forsetakosningunum án þess að færa sönnur á það. Hann laug meira segja um veðrið á innsetningarathöfninni,“ sagði Oliver. „Svona er staðan. Við búum við forseta sem getur staðið í rigningunni og sagt að það sé sól úti.“En hvað er til ráða?Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að Trump horfi reglulega á morgundagskrá kapalssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Hafa þeir tekið eftir því að Trump tístir gjarnan um efni þáttanna og í frétt Politico segir að stjórnmálamenn og álitsgjafar keppist nú um að komast í þessa þætti til þess að ná eyrum Bandaríkjaforseta. Oliver hefur einnig í huga að ná til Trump og í þætti gærdagsins kynnti hann fyrirætlanir sínar um að birta auglýsingar í auglýsingahléi morgunþáttanna sem Trump horfir reglulega á. Ætlar Oliver sér að lauma mikilvægum upplýsingum og staðreyndum sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa á hreinu í hefðbundnar auglýsingar. Auglýsingarnar verða birtar á MSNBC, CNN og Fox News á morgnana þegar mestar líkur er á því að Trump sé að horfa. „Þangað til það verður lokað á okkur höldum við áfram að kaupa auglýsingarnar.“Horfa má á innslagið í heild sinni hér að neðan. Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum, beint á eftir kvöldfréttum. Donald Trump Tengdar fréttir John Oliver heldur að hann sé stærri en Game of Thrones Last Week Tonight snýr aftur þann 12. febrúar. 19. janúar 2017 18:49 John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 20:37 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Háðfuglinn John Oliver sneri aftur á öldur ljósvakans í gær með þátt sinn Last Week Tonight. Donald Trump og samband Bandaríkjaforseta við sannleikann og staðreyndir var í brennidepli. „Síðan hann tók við, fyrir um það bil 412 árum, Trump hefur gert okkur ljóst að raunveruleikinn skiptir hann engu máli,“ sagði Oliver en segja má að breski þáttastjórnandinn hafi hreinlega hakkað Donald Trump í sig í þætti gærdagsins. „Hann hefur ýkt fjölda þeirra sem mættu á innsetningarathöfn hans, hann hefur sagt að umfangsmikið kosningasvindl hafi verið látið viðgangast í forsetakosningunum án þess að færa sönnur á það. Hann laug meira segja um veðrið á innsetningarathöfninni,“ sagði Oliver. „Svona er staðan. Við búum við forseta sem getur staðið í rigningunni og sagt að það sé sól úti.“En hvað er til ráða?Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að Trump horfi reglulega á morgundagskrá kapalssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Hafa þeir tekið eftir því að Trump tístir gjarnan um efni þáttanna og í frétt Politico segir að stjórnmálamenn og álitsgjafar keppist nú um að komast í þessa þætti til þess að ná eyrum Bandaríkjaforseta. Oliver hefur einnig í huga að ná til Trump og í þætti gærdagsins kynnti hann fyrirætlanir sínar um að birta auglýsingar í auglýsingahléi morgunþáttanna sem Trump horfir reglulega á. Ætlar Oliver sér að lauma mikilvægum upplýsingum og staðreyndum sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa á hreinu í hefðbundnar auglýsingar. Auglýsingarnar verða birtar á MSNBC, CNN og Fox News á morgnana þegar mestar líkur er á því að Trump sé að horfa. „Þangað til það verður lokað á okkur höldum við áfram að kaupa auglýsingarnar.“Horfa má á innslagið í heild sinni hér að neðan. Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum, beint á eftir kvöldfréttum.
Donald Trump Tengdar fréttir John Oliver heldur að hann sé stærri en Game of Thrones Last Week Tonight snýr aftur þann 12. febrúar. 19. janúar 2017 18:49 John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 20:37 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
John Oliver heldur að hann sé stærri en Game of Thrones Last Week Tonight snýr aftur þann 12. febrúar. 19. janúar 2017 18:49
John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 20:37