Lífið

Tökum lokið á Asíska draumnum - myndasyrpa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Innfæddir og rifflar.
Innfæddir og rifflar. Vísir
Tökur á Asíska draumnum hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa þeir Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og Steindi Jr. farið sem eldibrandar vítt og breitt um þessa fjölmennstu heimálfu jarðarinnar.

Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Tvö lið, skipuð þeim Steinda og Audda annars vegar og Pétri og Sveppa hins vegar, keppast um sigurinn í ratleik sem á sér engan líkan.

Sjá einnig: Tökur á Asíska draumnum hefjast í janúar

Liðin ferðuðust til Tælands, Kambódíu, Víetnam, Malasíu, Hong Kong, Suður-Kóreu, Japan, Kína, Tævan og Filippseyja með Dohop á ekki nema þremur vikum.

Síðasti tökudagurinn þeirra úti er í dag og að sögn framleiðanda hefur ferlið gengið mjög vel.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem strákarnir hafa tekið á ferðalagi sínu undanfarnar vikur. Þeir lofa miklu fjöri og segja efnið sem þeir eru með í höndunum vera „engu líkt.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×