Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.


Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs.
Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér.
Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina:
„Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“
Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella.

Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur.
Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn.