Telur að hlutabréf Icelandair séu undirverðlögð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 11:37 Svört afkomuviðvörun Icelandair Group í byrjun mánaðarins leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári. Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17
Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30
Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08
Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09