
Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum.
Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“
Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.

Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“
Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.