Landspítalinn er ekki elliheimili Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Gríðarlegt framboð hefur verið af fréttum af rekstrar- og húsnæðisvanda Landspítalans á síðustu árum. Það sem hefur hins vegar vantað er að þessi vandamál spítalans séu sett í samhengi. Til dæmis hvernig aukinn ferðamannastraumur hefur bitnað á rekstri spítalans, hvernig breytt aldurssamsetning þjóðarinnar hefur haft áhrif á hann og svo framvegis. Stjórnendur Landspítalans eru loksins byrjaðir að viðurkenna að rekstrarvandi spítalans er tilkominn vegna þess að spítalinn er ekki bara hátæknisjúkrahús því hann er á margan hátt einnig rekinn eins og hjúkrunarheimili. Spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga því ekki eru úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir þá sem búnir eru að fá meðhöndlun inni á sjúkrahúsinu en geta ekki farið heim til sín. Þetta er kjarni þess sem kallað hefur verið „fráflæðisvandi“ Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum, fór yfir þetta í viðtali á Stöð 2 hinn 4. febrúar. „Aðalástæðan fyrir því að við erum í þessum vanda er að allt árið eru fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag,“ sagði Ólafur. Setja verður aukna fjárþörf Landspítalans í samhengi við þetta. Ríkisvaldið hefur vanrækt að byggja ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða í réttu hlutfalli við eftirspurn. Landspítalinn hefur haldið áfram að þjónusta þessa skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins eftir að eiginlegri meðferð lýkur því engin úrræði eru fyrir þá annars staðar í kerfinu. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst um 25 prósent á síðustu sjö árum. Í lok árs 2015 biðu um 400 manns eftir hjúkrunarheimili og um fjórðungur þess hóps lá inni á Landspítalanum. Vandamál tengd skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eiga bara eftir að aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Þau munu ná hámarki þegar „baby boomer“ kynslóðin fer á eftirlaunaaldur. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar mun hafa gríðarleg áhrif á alla innviði íslensks samfélags hvort sem litið er til heilbrigðisþjónustu, lífeyriskerfis eða fjárfestingarþarfar vegna byggingar hjúkrunar- og öldrunarheimila. Á næsta áratug eru mjög stórir hópar fólks að setjast í helgan stein hér á landi og samhliða mun eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu aukast mikið. Af þessu leiðir að „fráflæðisvandinn“ sem Landspítalinn glímir við í dag mun bara aukast að óbreyttu. Auknar fjárveitingar til spítalans munu þá hrökkva skammt ef ekki verður tekið á rót vandans samhliða þeim. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Gríðarlegt framboð hefur verið af fréttum af rekstrar- og húsnæðisvanda Landspítalans á síðustu árum. Það sem hefur hins vegar vantað er að þessi vandamál spítalans séu sett í samhengi. Til dæmis hvernig aukinn ferðamannastraumur hefur bitnað á rekstri spítalans, hvernig breytt aldurssamsetning þjóðarinnar hefur haft áhrif á hann og svo framvegis. Stjórnendur Landspítalans eru loksins byrjaðir að viðurkenna að rekstrarvandi spítalans er tilkominn vegna þess að spítalinn er ekki bara hátæknisjúkrahús því hann er á margan hátt einnig rekinn eins og hjúkrunarheimili. Spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga því ekki eru úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir þá sem búnir eru að fá meðhöndlun inni á sjúkrahúsinu en geta ekki farið heim til sín. Þetta er kjarni þess sem kallað hefur verið „fráflæðisvandi“ Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum, fór yfir þetta í viðtali á Stöð 2 hinn 4. febrúar. „Aðalástæðan fyrir því að við erum í þessum vanda er að allt árið eru fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag,“ sagði Ólafur. Setja verður aukna fjárþörf Landspítalans í samhengi við þetta. Ríkisvaldið hefur vanrækt að byggja ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða í réttu hlutfalli við eftirspurn. Landspítalinn hefur haldið áfram að þjónusta þessa skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins eftir að eiginlegri meðferð lýkur því engin úrræði eru fyrir þá annars staðar í kerfinu. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst um 25 prósent á síðustu sjö árum. Í lok árs 2015 biðu um 400 manns eftir hjúkrunarheimili og um fjórðungur þess hóps lá inni á Landspítalanum. Vandamál tengd skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eiga bara eftir að aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Þau munu ná hámarki þegar „baby boomer“ kynslóðin fer á eftirlaunaaldur. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar mun hafa gríðarleg áhrif á alla innviði íslensks samfélags hvort sem litið er til heilbrigðisþjónustu, lífeyriskerfis eða fjárfestingarþarfar vegna byggingar hjúkrunar- og öldrunarheimila. Á næsta áratug eru mjög stórir hópar fólks að setjast í helgan stein hér á landi og samhliða mun eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu aukast mikið. Af þessu leiðir að „fráflæðisvandinn“ sem Landspítalinn glímir við í dag mun bara aukast að óbreyttu. Auknar fjárveitingar til spítalans munu þá hrökkva skammt ef ekki verður tekið á rót vandans samhliða þeim. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun