Kia bílar með lægstu bilanatíðnina Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 09:14 Kia Sportage. Kia er sú bíltegund sem bilar sjaldnast samkvæmt skýrslu sænska tryggingafélagsins Länsförsäkringar um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum sem bárust tryggingafélaginu. Skýrslan er byggð á fjögur þúsund tjónatilkynningum til félagsins árið 2015 en um bíla af árgerðum 2007-2013 er að ræða. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu FÍB. Fram kemur í skýrslunni að Kia bílar bila sjaldnast en Hyundai bílar næst sjaldnast. Þar á eftir koma Honda, Lexus og Toyota. Kia er með 7 ára ábyrgð á bílum sínum sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Hyundai er með 5 ára ábyrgð sem er það næst mesta sem í boði er. Bæði bílamerkin eru frá Suður-Kóreu. Kia hefur verið á mikilli siglingu hér á landi sem og annars staðar og var næst mest selda bílamerkið á Íslandi á síðasta ári. ,,Þetta eru að sjálfsögðu mjög ánægjulegar fréttir og sýna fram á að Kia bílar eru mjög áreiðanlegir. Við höfum ekki fundið fyrir öðru hér á landi undanfarin ár en það er gott að fá þessa skýrslu sænska tryggingafélagsins sem er mjög ítarleg og FÍB og fleiri virtir fagaðilar taka mikið mark á," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Í skýrslu sænska tryggingafélagsins kemur jafnframt fram að algengustu orsakir þess að bíll verður óökufær eru vélarbilanir. Þær urðu ýmist í kjölfar bilana og skemmda á kælikerfi eða miðstöðvarkerfi bílanna eða vegna þess að tímareimar eða tímakeðjur slitnuðu. Næst algengastar eru bilanir í gíra- og drifbúnaði en samanlagt koma þessar bilanir við sögu í tveimur þriðju allra tjónatilkynninganna. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent
Kia er sú bíltegund sem bilar sjaldnast samkvæmt skýrslu sænska tryggingafélagsins Länsförsäkringar um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum sem bárust tryggingafélaginu. Skýrslan er byggð á fjögur þúsund tjónatilkynningum til félagsins árið 2015 en um bíla af árgerðum 2007-2013 er að ræða. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu FÍB. Fram kemur í skýrslunni að Kia bílar bila sjaldnast en Hyundai bílar næst sjaldnast. Þar á eftir koma Honda, Lexus og Toyota. Kia er með 7 ára ábyrgð á bílum sínum sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Hyundai er með 5 ára ábyrgð sem er það næst mesta sem í boði er. Bæði bílamerkin eru frá Suður-Kóreu. Kia hefur verið á mikilli siglingu hér á landi sem og annars staðar og var næst mest selda bílamerkið á Íslandi á síðasta ári. ,,Þetta eru að sjálfsögðu mjög ánægjulegar fréttir og sýna fram á að Kia bílar eru mjög áreiðanlegir. Við höfum ekki fundið fyrir öðru hér á landi undanfarin ár en það er gott að fá þessa skýrslu sænska tryggingafélagsins sem er mjög ítarleg og FÍB og fleiri virtir fagaðilar taka mikið mark á," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Í skýrslu sænska tryggingafélagsins kemur jafnframt fram að algengustu orsakir þess að bíll verður óökufær eru vélarbilanir. Þær urðu ýmist í kjölfar bilana og skemmda á kælikerfi eða miðstöðvarkerfi bílanna eða vegna þess að tímareimar eða tímakeðjur slitnuðu. Næst algengastar eru bilanir í gíra- og drifbúnaði en samanlagt koma þessar bilanir við sögu í tveimur þriðju allra tjónatilkynninganna.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent