Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2017 06:30 Radamel Falcao er byrjaður að raða inn mörkum á nýjan leik. vísir/getty Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira