Atlantsolía lækkar um 2 krónur Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 10:30 Ein bensínstöðva Atlantsolíu. Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent
Atlantsolía lækkaði bensínverð í gær um tvær krónur, aðra vikuna í röð og er nú bensínlítrinn kominn undir 200 krónur. Kostar hann nú 199,40 kr. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er helsta ástæða lækkunarinnar. Ef borið er saman innkaupsverð fyrir ári síðan þá kostaði tonnið 414 dollara þennan dag í mars en kostar í dag 536 dollara, sem er hækkun um 29%. Ef gengið í dag væri það sama og fyrir ári síðan myndi bensínlítrinn vera um 12 krónum dýrari og það sama ætti við um díselolíu. Á ársgrundvelli nemur styrking krónunnar sparnaði bíleigenda upp á fjórum milljörðum króna að óbreyttu.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent