Liðið var í vonlítilli stöðu, bæði með því að tapa fyrri leiknum 4-0 sem og að fá á sig mark og vera „bara“ 3-1 yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Þrjú mörk í blálokin tryggði Börsungum sætið í átta liða úrslitum.
Þetta var því stórkostlegt kvöld fyrir leikmenn Barcelona, starfsmenn Barcelona og ekki síst stuðningsmenn Barcelona.
Það voru líka menn sem voru í vinnunni sem misstu sig alveg. Spænski lýsandinn Alfredo Martinez var einn af þeim.
Það hafa birst myndbrot á netinu af fögnuðu leikmanna Barcelona og stuðningsfólksins í stúkunni en Martinez hefur nú gefið áhugasömum tækifæri til að sjá hvað gekk á í blaðamannaboxinu á Nou Camp.
Alfredo Martinez var að lýsa leiknum fyrir útvarpstöðina Onda Cero en Cataluña en hann lýsir flestum leikjum Barcelona fyrir stöðina.
Hann setti myndband af sér að lýsa sjötta marki Barcelona í leiknum sem Sergi Roberto skoraði á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla spænsku til að meðtaka geðshræringu lýsandans sem eins og fleiri virðist varla trúa því sem hefur gerst.
Alfredo Martinez þakkaði líka Barcelona fyrir þetta ótrúlega kvöld í Twitter-færslu sinni. „Takk fyrir ótrúlegt kvöld. Nú höfum við séð allt. Lengi lifi móðirin sem fæddi Sergi Roberto,“ skrifaði Alfredo Martinez.
Hér fyrir neðan má einnig finna fleiri myndbönd úr blaðamannaboxinu.
Gracias Barça. Por una noche inolvidable. Ya lo hemos visto todo. SERGI ROBERTO Viva la madre que te parió !!! pic.twitter.com/C1aB6EL36g
— Alfredo Martínez (@Alfremartinezz) March 8, 2017
That is history. And this is the immediate reaction. Absolutely bloody amazing. What have we just seen?!?! #FCBPSG @btsportfootball pic.twitter.com/6e68BZVq9j
— Reshmin Chowdhury (@ReshminTV) March 8, 2017
GOL HISTÒRIC de @SergiRoberto10 amb @gerardromero el 6-1 al PSG #MogutsperLaRemuntada #showgol pic.twitter.com/Eg8fO0M43g
— Moguts pel Barça (@MogutsFCB) March 8, 2017