Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 11:30 Barcelona-menn fagna. Vísir/Getty Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn