Hver ferðamaður sem hingað kom til lands í fyrr skilaði um 202 þúsund krónum til þjóðarbúsins og eru tveir stærstu útgjaldaliðir hans flugfargjöld og gisting. Þetta kemur fram í nýrri og ítarlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna hér á landi.
Í skýrslunni er því spáð að um 2,3 milljónir ferðamanna muni sækja Ísland heim á þessu ári en það er 30 prósent fjölgun frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þúsund á milli ára 2016 og 2017 og væri það þá mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Næsta sumar er því spáð að einn af hverjum fimm sem verða hér á landi ferðamaður.
Jafnframt spáir Íslandsbanki því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári, það er að tekjurnar verði um 560 milljarðar króna í ár miðað við 466 milljarða króna í fyrra.
Það voru þá 39 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins en gangi spáin eftir fyrir þetta ár munu gjaldeyristekjurnar nema 45 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins.
Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins

Tengdar fréttir

Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði
Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka.