Áfram stelpur Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan „Öll störf eru kvennastörf“ hvetur til uppbrots hins kynskipta vinnumarkaðar. Íslenskur vinnumarkaður er talinn mjög kynskiptur. Lægri laun tíðkast í kvennastéttum. Kynbundið náms- og starfsval er talið viðhalda slíkum launamun kynjanna.Hvað er kvennastarf? Stjórnunarstörf eru líka kvennastörf. Fjöldi kvenna í stjórnunar- og stjórnarstöðum hér á landi endurspeglar ekki fjölda kvenna með menntun í hagfræði, viðskiptafræði og lögfræði sem er menntun sem stjórnendur hafa oftast. Samkvæmt lögum um kynjakvóta sem tóku gildi 2013 skal tryggja að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn sé hlutfall hvors kyns ekki lægra en 40%. Lögin gilda um yfir 300 fyrirtæki og höfðu strax þau áhrif að konum í stjórnum fyrirtækjanna fjölgaði úr 23% 2012 í u.þ.b. 33% 2015. Nýleg könnun Creditinfo bendir til þess að sambærileg þróun hafi ekki orðið hjá öðrum fyrirtækjum. Ekki hafi heldur fjölgað konum í hópi stjórnenda eða stjórnarformanna.Öðruvísi stjórnarhættir Konur og karlar í stjórnunarstöðum hjá stórum fyrirtækjum eru sammála um að konur eru jafn hæfar körlum til að stjórna fyrirtækjum (Skýrsla félagsvísindasviðs HÍ 2015). Athyglisvert er að fleiri konur (57%) en karlar (43%) telja að miklu leyti mögulegt að samræma starf sitt höfuðábyrgð á fjölskyldu og börnum. Meirihluti kvenna í stjórnunarstöðum telur að sem jafnast hlutfall stuðli að betri áhættustjórnun og fjárhagslegri afkomu fyrirtækis. Minnihluti karla telur svo vera. Erlendar rannsóknir sýna að góðir stjórnarhættir tengjast fjölda kvenna í stjórn og að skýr tengsl eru milli fjölda kvenna og góðrar afkomu fyrirtækja. Sally Krawcheck, sem var hjá bandarísku bönkunum Merill Lynch og Citi Group, segir að versta ráð sem hún hafi fengið í starfi hafi verið að hún ætti að haga sér eins og karlmaður. Þó það auðveldi stjórnendum að hafa einsleitan hóp sé ávinningur til lengri tíma að hafa meiri fjölbreytni. Miðað við þetta ætti val á stjórnarmanni að vera auðvelt. Það á ekki að kjósa konu í stjórn af því að hún er kona. Konur nálgast stjórnun almennt á annan hátt en karlar. Það er skynsamlegt að tryggja slíka fjölbreytni.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan „Öll störf eru kvennastörf“ hvetur til uppbrots hins kynskipta vinnumarkaðar. Íslenskur vinnumarkaður er talinn mjög kynskiptur. Lægri laun tíðkast í kvennastéttum. Kynbundið náms- og starfsval er talið viðhalda slíkum launamun kynjanna.Hvað er kvennastarf? Stjórnunarstörf eru líka kvennastörf. Fjöldi kvenna í stjórnunar- og stjórnarstöðum hér á landi endurspeglar ekki fjölda kvenna með menntun í hagfræði, viðskiptafræði og lögfræði sem er menntun sem stjórnendur hafa oftast. Samkvæmt lögum um kynjakvóta sem tóku gildi 2013 skal tryggja að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn sé hlutfall hvors kyns ekki lægra en 40%. Lögin gilda um yfir 300 fyrirtæki og höfðu strax þau áhrif að konum í stjórnum fyrirtækjanna fjölgaði úr 23% 2012 í u.þ.b. 33% 2015. Nýleg könnun Creditinfo bendir til þess að sambærileg þróun hafi ekki orðið hjá öðrum fyrirtækjum. Ekki hafi heldur fjölgað konum í hópi stjórnenda eða stjórnarformanna.Öðruvísi stjórnarhættir Konur og karlar í stjórnunarstöðum hjá stórum fyrirtækjum eru sammála um að konur eru jafn hæfar körlum til að stjórna fyrirtækjum (Skýrsla félagsvísindasviðs HÍ 2015). Athyglisvert er að fleiri konur (57%) en karlar (43%) telja að miklu leyti mögulegt að samræma starf sitt höfuðábyrgð á fjölskyldu og börnum. Meirihluti kvenna í stjórnunarstöðum telur að sem jafnast hlutfall stuðli að betri áhættustjórnun og fjárhagslegri afkomu fyrirtækis. Minnihluti karla telur svo vera. Erlendar rannsóknir sýna að góðir stjórnarhættir tengjast fjölda kvenna í stjórn og að skýr tengsl eru milli fjölda kvenna og góðrar afkomu fyrirtækja. Sally Krawcheck, sem var hjá bandarísku bönkunum Merill Lynch og Citi Group, segir að versta ráð sem hún hafi fengið í starfi hafi verið að hún ætti að haga sér eins og karlmaður. Þó það auðveldi stjórnendum að hafa einsleitan hóp sé ávinningur til lengri tíma að hafa meiri fjölbreytni. Miðað við þetta ætti val á stjórnarmanni að vera auðvelt. Það á ekki að kjósa konu í stjórn af því að hún er kona. Konur nálgast stjórnun almennt á annan hátt en karlar. Það er skynsamlegt að tryggja slíka fjölbreytni.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun