Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur gengið til liðs við bandarísku hugveituna The Atlantic Council. Frá þessu greindi hún á Facebook-síðu sinni í gær og vísar í frétt á heimasíðu ráðsins.
Ragnheiður er ráðin til starfsins sem sérfræðingur í orkumálum en titill hennar mun vera „Senior Fellow“ og spyr Ragnheiður vini sína á Facebook um íslenska þýðingu á orðinu fellow en þar rignir hamingjuóskum yfir Ragnheiði.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stingur upp á „náungi“ eða „félagi“ og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður „eldri félagi“.
„Ég er frekar ánægð með þetta og bara nokkuð stolt yfir að AC leitaði til mín um þetta samstarf, sem ég mun auðvitað leggja metnað minn í að sinna vel.“
Í frétt Atlantic Council, sem hefur aðsetur í Washington DC á austurströnd Bandaríkjanna, kemur fram að mikil ánægja sé með ráðninguna og hún hafi víðtæka reynslu og sérfræðiþekkingu sem muni nýtast ráðinu vel. Vísað er til þess hve mikilvæg umhverfissjónarmið séu á tímum sem þessum og Ragnheiður hafi verið leiðandi í samfélagi sem snúi að sjálfbærni í orkumálum.
Ragnheiður verður ekki með skrifstofu í höfuðstöðvunum vestan hafs.
Ragnheiður Elín til liðs við Atlantic Council
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent


Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent

Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur
