1776 Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2017 07:00 Þegar talað er um hagsögu heimsins er stundum miðað við ártöl til að merkja vörður á vegferð framfara. Sumir miða við 1492 þegar Kólumbus finnur Ameríku. Kristófer Kólumbus hafði að vísu ekki auðmýkt til að viðurkenna að hann hefði rangt fyrir sér þegar hann fann Ameríku sem hafði þá ekki fengið nafn. Ekki frekar en aðrir miðaldamenn sem sóttu leiðsögn og styrk í Guðsorð. Það var þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemüller sem ber ábyrgð á á nafngiftinni. Ítalski sjóarinn Amerigo Vespucci hafði auðmýkt til að segja: Ég veit ekki. Þetta hlýtur að vera ný heimsálfa, þegar hann sigldi um þetta risastóra land í vestri. Amerigo færði rök fyrir því sem þá þýski tók gild og árið 1507 leit dagsins ljós kort sem breytti heiminum. Því skal þó haldið til haga að þessir Evrópumenn „fundu“ ekkert í eiginlegum skilningi því í þessum heimshluta voru stórir frumbyggjaættbálkar fyrir. Dæmisagan um Kólumbus og Amerigo Vespucci er ágæt til að minna á að eina leiðin til framfara er að viðurkenna þekkingarleysi. Forvitni er forsenda framfara. Tíminn eftir 1500 er tímabil samfellds vaxtar. Fyrsta hlutafélagið varð til í könnunarleiðangrum 15. aldar þegar menn fjárfestu í skipum sem fóru á fjarlægar slóðir og fengu svo hlutdeild í góðmálmum, kakói og sykri þegar heim var komið í samræmi við fjárfestingar sínar og högnuðust ríkulega. En það er annað ártal sem skiptir kannski meira máli um þann ævintýralega vöxt sem síðar varð og við nútímamennirnir þekkjum. Árið 1776 gaf skoski hagfræðingurinn Adam Smith út hagfræðirit sitt Auðlegð þjóðanna. Í áttunda kafla færði Smith fyrir því rök að þegar landeigandi, skósmiður eða vefari hagnaðist umfram það sem hann þurfti til að fæða og klæða fjölskylduna þá fjárfesti hann nær alltaf í eigin atvinnurekstri með tilheyrandi hagsbótum fyrir almenning. Með góðu gengi hefði hann hvata til að auka við framleiðslu sína og ráða fleiri í vinnu. Hér með fæddist kenning sem hefur margsannað sig. Með góðu gengi frumkvöðla aukast lífsgæði heildarinnar því frumkvöðlar skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið með því að ráða fólk til starfa. Þessi hugmynd um að sjálfselsk hvöt til að auka eigin hagnað stuðli að aukinni auðlegð heildarinnar var samt algjörlega byltingarkennd þegar hún var sett fram. Með vísindabyltingunni, löngu áður en Smith gaf út sína bók, kom trúin á framfarir. Trúin á framfarir smitaðist fljótlega inn í hagfræði. Öll vestræn samfélög byggja í dag bankakerfi sín og aðra efnahagslega innviði á trúnni um stöðugan vöxt. Í bankakerfinu leggur sparifjáreigandi inn peninga sem vestrænn banki lánar 6-10 sinnum út á grundvelli trúarinnar um að lífið verði betra í framtíðinni, lánin verði greidd til baka vegna verðmæta sem skapast í millitíðinni. Þannig búa bankar til peninga. Hlutabréfahrunið 2000 þegar tæknibólan sprakk og fjármálahrunið 2008 eru bara misstórar holur í hagsögu heimsins. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Hversu lengi munu hagkerfi heimsins stækka og þróast? Með framþróun á sviði vísinda eins og í róbótatækni eru að verða grundvallarbreytingar á því hvernig samfélög skapa verðmæti. Hvað verður um okkur mennina þegar yfir lýkur?Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Þegar talað er um hagsögu heimsins er stundum miðað við ártöl til að merkja vörður á vegferð framfara. Sumir miða við 1492 þegar Kólumbus finnur Ameríku. Kristófer Kólumbus hafði að vísu ekki auðmýkt til að viðurkenna að hann hefði rangt fyrir sér þegar hann fann Ameríku sem hafði þá ekki fengið nafn. Ekki frekar en aðrir miðaldamenn sem sóttu leiðsögn og styrk í Guðsorð. Það var þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemüller sem ber ábyrgð á á nafngiftinni. Ítalski sjóarinn Amerigo Vespucci hafði auðmýkt til að segja: Ég veit ekki. Þetta hlýtur að vera ný heimsálfa, þegar hann sigldi um þetta risastóra land í vestri. Amerigo færði rök fyrir því sem þá þýski tók gild og árið 1507 leit dagsins ljós kort sem breytti heiminum. Því skal þó haldið til haga að þessir Evrópumenn „fundu“ ekkert í eiginlegum skilningi því í þessum heimshluta voru stórir frumbyggjaættbálkar fyrir. Dæmisagan um Kólumbus og Amerigo Vespucci er ágæt til að minna á að eina leiðin til framfara er að viðurkenna þekkingarleysi. Forvitni er forsenda framfara. Tíminn eftir 1500 er tímabil samfellds vaxtar. Fyrsta hlutafélagið varð til í könnunarleiðangrum 15. aldar þegar menn fjárfestu í skipum sem fóru á fjarlægar slóðir og fengu svo hlutdeild í góðmálmum, kakói og sykri þegar heim var komið í samræmi við fjárfestingar sínar og högnuðust ríkulega. En það er annað ártal sem skiptir kannski meira máli um þann ævintýralega vöxt sem síðar varð og við nútímamennirnir þekkjum. Árið 1776 gaf skoski hagfræðingurinn Adam Smith út hagfræðirit sitt Auðlegð þjóðanna. Í áttunda kafla færði Smith fyrir því rök að þegar landeigandi, skósmiður eða vefari hagnaðist umfram það sem hann þurfti til að fæða og klæða fjölskylduna þá fjárfesti hann nær alltaf í eigin atvinnurekstri með tilheyrandi hagsbótum fyrir almenning. Með góðu gengi hefði hann hvata til að auka við framleiðslu sína og ráða fleiri í vinnu. Hér með fæddist kenning sem hefur margsannað sig. Með góðu gengi frumkvöðla aukast lífsgæði heildarinnar því frumkvöðlar skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið með því að ráða fólk til starfa. Þessi hugmynd um að sjálfselsk hvöt til að auka eigin hagnað stuðli að aukinni auðlegð heildarinnar var samt algjörlega byltingarkennd þegar hún var sett fram. Með vísindabyltingunni, löngu áður en Smith gaf út sína bók, kom trúin á framfarir. Trúin á framfarir smitaðist fljótlega inn í hagfræði. Öll vestræn samfélög byggja í dag bankakerfi sín og aðra efnahagslega innviði á trúnni um stöðugan vöxt. Í bankakerfinu leggur sparifjáreigandi inn peninga sem vestrænn banki lánar 6-10 sinnum út á grundvelli trúarinnar um að lífið verði betra í framtíðinni, lánin verði greidd til baka vegna verðmæta sem skapast í millitíðinni. Þannig búa bankar til peninga. Hlutabréfahrunið 2000 þegar tæknibólan sprakk og fjármálahrunið 2008 eru bara misstórar holur í hagsögu heimsins. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Hversu lengi munu hagkerfi heimsins stækka og þróast? Með framþróun á sviði vísinda eins og í róbótatækni eru að verða grundvallarbreytingar á því hvernig samfélög skapa verðmæti. Hvað verður um okkur mennina þegar yfir lýkur?Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun