PSA kaupir Opel/Vauxhall á 245 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 09:37 Opel komið í franska eigu. Kaup PSA Peugeot Citroën á Opel og Vauxhall bílamerkjunum frá General Motors hefur verið staðfest og kaupverðið 2,3 milljarðar dollara, eða 245 milljarða króna. Með þessum kaupum er PSA orðinn næststærsti bílaframleiðandi Evrópu og fer með því framúr Renault-Nissan í fjölda framleiddra bíla. Kaupin taka til allrar framleiðslu Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi. Með því fylgja 6 bílaverksmiðjur, 5 íhlutaverksmiðjur, þróunarsetur Opel í Rüsselsheim og 40.000 starfsmenn. General Motors mun halda þróunarsetri sínu í Tórínó á Ítalíu, enda hafa alþjóðleg verkefni GM verið unnin þar gegnum tíðina. Bílaframleiðsla Opel mun áfram njóta tækni og íhluta frá GM, þ.e. á meðan Opel bílar verða áfram byggðir á þeim undirvagni sem þróaður var bæði fyrir GM- og Opel bíla. Það mun þó breytast þegar Opel bílar verða þróaðir samhliða bílum PSA samstæðunnar. Í Bretlandi hafa menn miklar áhyggjur af því að PSA muni loka verksmiðjum Vauxhall í Ellesmere Port og Luton í kjölfar þessara kaupa, en margir telja að PSA hafi í hyggju að flytja framleiðslu Vauxhall til Frakklands í kjölfar Brexit. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Kaup PSA Peugeot Citroën á Opel og Vauxhall bílamerkjunum frá General Motors hefur verið staðfest og kaupverðið 2,3 milljarðar dollara, eða 245 milljarða króna. Með þessum kaupum er PSA orðinn næststærsti bílaframleiðandi Evrópu og fer með því framúr Renault-Nissan í fjölda framleiddra bíla. Kaupin taka til allrar framleiðslu Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi. Með því fylgja 6 bílaverksmiðjur, 5 íhlutaverksmiðjur, þróunarsetur Opel í Rüsselsheim og 40.000 starfsmenn. General Motors mun halda þróunarsetri sínu í Tórínó á Ítalíu, enda hafa alþjóðleg verkefni GM verið unnin þar gegnum tíðina. Bílaframleiðsla Opel mun áfram njóta tækni og íhluta frá GM, þ.e. á meðan Opel bílar verða áfram byggðir á þeim undirvagni sem þróaður var bæði fyrir GM- og Opel bíla. Það mun þó breytast þegar Opel bílar verða þróaðir samhliða bílum PSA samstæðunnar. Í Bretlandi hafa menn miklar áhyggjur af því að PSA muni loka verksmiðjum Vauxhall í Ellesmere Port og Luton í kjölfar þessara kaupa, en margir telja að PSA hafi í hyggju að flytja framleiðslu Vauxhall til Frakklands í kjölfar Brexit.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent