Benz pallbíllinn líka til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 15:15 Fyrsti pallbíll Mercedes Benz mun fara í sölu víða. Seinna á þessi ári hefur Mercedes Benz fjöldaframleiðslu á sínum fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og í S-Ameríku, en aldrei stóð til að selja hann í Bandaríkjunum. Það gæti þó verið að breytast í ljósi þess að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn kjósa sér minni pallbíla þó svo þeir stóru séu reyndar mun söluhærri enn. Það á við bíla eins söluhæstu einstöku bílgerð í Bandaríkjunum til margra áratuga, Ford F-150. Sem dæmi um þessa þróun þá er General Motors víst að fara að markaðssetja nýjan smærri pallbíl á næstunni, aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi nýi pallbíll Benz er byggður á sama undirvagni og Nissan Navara og Renault Alaskan pallbílarnir, en Daimler og Renault-Nissan eiga í talsverðu samstarfi við smíði bíla. Hann verður smíðaður af Nissan á Spáni og hefst framleiðslan í ár, en svo einnig í verksmiðju Renault í Argentínu árið 2018. Ef af markaðssetningu Mercedes Benz á pallbílnum verður í Bandaríkjunum er líklegast að hann verði framleiddur þar í landi. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Seinna á þessi ári hefur Mercedes Benz fjöldaframleiðslu á sínum fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og í S-Ameríku, en aldrei stóð til að selja hann í Bandaríkjunum. Það gæti þó verið að breytast í ljósi þess að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn kjósa sér minni pallbíla þó svo þeir stóru séu reyndar mun söluhærri enn. Það á við bíla eins söluhæstu einstöku bílgerð í Bandaríkjunum til margra áratuga, Ford F-150. Sem dæmi um þessa þróun þá er General Motors víst að fara að markaðssetja nýjan smærri pallbíl á næstunni, aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi nýi pallbíll Benz er byggður á sama undirvagni og Nissan Navara og Renault Alaskan pallbílarnir, en Daimler og Renault-Nissan eiga í talsverðu samstarfi við smíði bíla. Hann verður smíðaður af Nissan á Spáni og hefst framleiðslan í ár, en svo einnig í verksmiðju Renault í Argentínu árið 2018. Ef af markaðssetningu Mercedes Benz á pallbílnum verður í Bandaríkjunum er líklegast að hann verði framleiddur þar í landi.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent