Tesla ætlar að reisa 4 aðrar risaverksmiðjur Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 11:00 Tesla risaverksmiðjan í Nevada. Tesla er vel á veg komið að reisa risarafhlöðuverksmiðju sína í Nevada í Bandaríkjunum og þar verða einnig smíðaðir Tesla Model 3 bílar. Tesla ætlar ekki að láta þar við sitja því á prjónunum er að reisa aðrar fjórar risaverksmiðjur, en Elon Musk telur reyndar eina þeirra vera verksmiðju SolarCity í Buffalo, en hún rann inn í Tesla á síðasta ári. Musk horfir til Bretlands hvað eina af þessum viðbótarverksmiðjum varðar en til stendur að upplýsa um þrjár nýjar verksmiðjur og staðsetningu þeirra áður en árið er liðið. Í enda þessa árs munu 6.500 manns vinna í verksmiðjunni í Nevada og 10.000 árið 2020. Tesla mun hefja þar framleiðslu Model 3 bílsins í júlí á þessu ári og framleiðsla verður komin að hámarksafköstum strax í september. Tesla stefnir á að framleiða 50.000 bíla af Model S og X á fyrri hluta þessa árs og yrði það 71% aukning frá fyrra ári. Framleiðsluaukning Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam þó aðeins 27% en uppbyggingin er hröð og vonandi stendur Elon Musk við orð sín nú. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Tesla er vel á veg komið að reisa risarafhlöðuverksmiðju sína í Nevada í Bandaríkjunum og þar verða einnig smíðaðir Tesla Model 3 bílar. Tesla ætlar ekki að láta þar við sitja því á prjónunum er að reisa aðrar fjórar risaverksmiðjur, en Elon Musk telur reyndar eina þeirra vera verksmiðju SolarCity í Buffalo, en hún rann inn í Tesla á síðasta ári. Musk horfir til Bretlands hvað eina af þessum viðbótarverksmiðjum varðar en til stendur að upplýsa um þrjár nýjar verksmiðjur og staðsetningu þeirra áður en árið er liðið. Í enda þessa árs munu 6.500 manns vinna í verksmiðjunni í Nevada og 10.000 árið 2020. Tesla mun hefja þar framleiðslu Model 3 bílsins í júlí á þessu ári og framleiðsla verður komin að hámarksafköstum strax í september. Tesla stefnir á að framleiða 50.000 bíla af Model S og X á fyrri hluta þessa árs og yrði það 71% aukning frá fyrra ári. Framleiðsluaukning Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam þó aðeins 27% en uppbyggingin er hröð og vonandi stendur Elon Musk við orð sín nú.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent