Skotsilfur Markaðarins: Lokun Topshop og vendingar hjá GAMMA RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. mars 2017 14:00 Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira