PSA að klára kaupin á Opel frá GM Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2017 10:40 Allar líkur eru á því að Opel sameinist Peugeot Citroën fjölskyldunni. Allt stefnir í að PSA Peugeot-Citroën kaupi Opel af General Motors og með því verði til annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu á eftir Volkswagen. Búist er við því að kaupin verði undirrituð snemma í næstu viku. Helgin framundan verður notuð til að hnýta alla lausa enda með það að markmiðið að tilkynna um kaupin á mánudaginn. Þó gæti mikið flækjustig tafið endanleg kaup, er haft eftir viðsemjendum. Snýr það einna helst að lífeyrisgreiðslum starfsmanna Opel og Vauxhall og vantar víst um 950 milljarða króna í eftirlaunasjóð GM til að standa undir greiðslum til þeirra í framtíðinni. PSA Peugeot-Citroën sér fyrir sér talsverð jákvæð samlegðaráhrif af sameiningu Opel/Vauxhall við framleiðslu samhliða Peugeot og Citroën bíla og sameiginleg íhlutakaup ættu strax að geta sparað 2 milljarða Evra á ári. Þá felst einnig mikill sparnaður í því að fækka í yfirstjórn fyrirtækjanna allra við sameininguna. Forstjóri PSA, Carlos Tavarer ætlar að meðhöndla Opel/Vauxhall með sama hætti og hann gerði svo vel með Peugeot og Citroën, en honum tókst að snúa taprekstri þeirra uppí góðan hagnað. Tavares ætlar einnig að víkka út markaðssvæði Opel, en GM hefur hingað til haldið merkinu frá ýmsum mörkuðum til að vernda önnur bílamerki GM þar. Með sameiningu PSA og Opel/Vauxhall verður til framleiðandi á 5 milljónum bíla á ári og verður því um það bil hálfdrættingur á við Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Allt stefnir í að PSA Peugeot-Citroën kaupi Opel af General Motors og með því verði til annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu á eftir Volkswagen. Búist er við því að kaupin verði undirrituð snemma í næstu viku. Helgin framundan verður notuð til að hnýta alla lausa enda með það að markmiðið að tilkynna um kaupin á mánudaginn. Þó gæti mikið flækjustig tafið endanleg kaup, er haft eftir viðsemjendum. Snýr það einna helst að lífeyrisgreiðslum starfsmanna Opel og Vauxhall og vantar víst um 950 milljarða króna í eftirlaunasjóð GM til að standa undir greiðslum til þeirra í framtíðinni. PSA Peugeot-Citroën sér fyrir sér talsverð jákvæð samlegðaráhrif af sameiningu Opel/Vauxhall við framleiðslu samhliða Peugeot og Citroën bíla og sameiginleg íhlutakaup ættu strax að geta sparað 2 milljarða Evra á ári. Þá felst einnig mikill sparnaður í því að fækka í yfirstjórn fyrirtækjanna allra við sameininguna. Forstjóri PSA, Carlos Tavarer ætlar að meðhöndla Opel/Vauxhall með sama hætti og hann gerði svo vel með Peugeot og Citroën, en honum tókst að snúa taprekstri þeirra uppí góðan hagnað. Tavares ætlar einnig að víkka út markaðssvæði Opel, en GM hefur hingað til haldið merkinu frá ýmsum mörkuðum til að vernda önnur bílamerki GM þar. Með sameiningu PSA og Opel/Vauxhall verður til framleiðandi á 5 milljónum bíla á ári og verður því um það bil hálfdrættingur á við Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent