Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2017 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu. vísir/eyþór Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan. Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan.
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira