Kona áreitt fyrir meint störf sín fyrir Bioware Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 18:46 Úr nýjasta leik BioWare, Mass Effect: Andromeda. Níðst var á fyrrverandi starfsmanni tölvuleikjaframleiðandans BioWare, á Twitter og víðar á internetinu, vegna þess að talið var að hún hefði verið viðriðin gerð andlitshreyfinga persóna í nýjasta leik fyrirtækisins, Mass Effect: Andromeda, sem væntanlegur er á PlayStation 4, PC og Xbox One. Mikil reiðialda fór yfir internetið á laugardaginn eftir að því var haldið fram að viðkomandi starfsmaður hefði farið fyrir gerð andlitshreyfinga í leiknum, en leikjaspilarar vítt og dreift um heiminn hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með andlitshreyfingar persóna, sem eru taldar óraunverulegar og minna á eldri gerðir tölvuleikja, líkt og má sjá hér að neðan. More like Mass Effect: Androids becauseYOOOOOO pic.twitter.com/K4JdhQ5dcc— Nibel (@Nibellion) March 16, 2017 Var því haldið fram að starfsmaðurinn, Allie Rose-Marie Leost, hefði enga reynslu af gerð tölvuleikja og hefði einungis fengið starfið vegna frægðar sinnar fyrir að klæða sig upp sem tölvuleikjapersónur. Í kjölfarið fékk Leost fjölda pósta þar sem henni var hótað og var mikil reiði á vefsíðum líkt og Twitter og Reddit. Varð BioWare að gefa út sérstaka tilkynningu á Twitter, þar sem henni var komið til varnar og þar sagt að það hefði ekki verið satt að hún hefði séð um þennan hluta framleiðslu leiksins. Margir svöruðu þó BioWare og töldu að Leost hefði sjálf tekið það fram á Twitter síðu sinni að hún hefði gegnt því hlutverki. Því er ekki á hreinu, hvað nákvæmlega er satt í þeim efnum. Hefur víðlíka reiði innan tölvuleikjaheimsins ekki sést síðan á dögum Gamergate málsins svokallaða, en málið nú er talið endurspegla það mál, þar sem í báðum málum var hlutverk kvenna við gerð tölvuleikja í brennidrepli.Sjá einnig: Ráðist á konur í tölvuleikjaheiminumLeost er þó vissulega fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins en ekki er á hreinu við hvað nákvæmlega hún starfaði innan þess. Hefur meðal annars blaðamaðurinn Brad Glasgow, sem skrifaði mikið um Gamergate hreyfinguna, gagnrýnt árásirnar gegn Leost harðlega og sagt að ekki sé hægt að draga einn einstakling til ábyrgðar fyrir mistök í framleiðslu á tölvuleikjum.pic.twitter.com/VAYZSG32fG— BioWare (@bioware) March 18, 2017 This is a really crappy thing to do. There is no reason to single out someone at BioWare because you don't like their work. pic.twitter.com/FzOFBblZ82— Brad Glasgow (@Brad_Glasgow) March 18, 2017 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Níðst var á fyrrverandi starfsmanni tölvuleikjaframleiðandans BioWare, á Twitter og víðar á internetinu, vegna þess að talið var að hún hefði verið viðriðin gerð andlitshreyfinga persóna í nýjasta leik fyrirtækisins, Mass Effect: Andromeda, sem væntanlegur er á PlayStation 4, PC og Xbox One. Mikil reiðialda fór yfir internetið á laugardaginn eftir að því var haldið fram að viðkomandi starfsmaður hefði farið fyrir gerð andlitshreyfinga í leiknum, en leikjaspilarar vítt og dreift um heiminn hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með andlitshreyfingar persóna, sem eru taldar óraunverulegar og minna á eldri gerðir tölvuleikja, líkt og má sjá hér að neðan. More like Mass Effect: Androids becauseYOOOOOO pic.twitter.com/K4JdhQ5dcc— Nibel (@Nibellion) March 16, 2017 Var því haldið fram að starfsmaðurinn, Allie Rose-Marie Leost, hefði enga reynslu af gerð tölvuleikja og hefði einungis fengið starfið vegna frægðar sinnar fyrir að klæða sig upp sem tölvuleikjapersónur. Í kjölfarið fékk Leost fjölda pósta þar sem henni var hótað og var mikil reiði á vefsíðum líkt og Twitter og Reddit. Varð BioWare að gefa út sérstaka tilkynningu á Twitter, þar sem henni var komið til varnar og þar sagt að það hefði ekki verið satt að hún hefði séð um þennan hluta framleiðslu leiksins. Margir svöruðu þó BioWare og töldu að Leost hefði sjálf tekið það fram á Twitter síðu sinni að hún hefði gegnt því hlutverki. Því er ekki á hreinu, hvað nákvæmlega er satt í þeim efnum. Hefur víðlíka reiði innan tölvuleikjaheimsins ekki sést síðan á dögum Gamergate málsins svokallaða, en málið nú er talið endurspegla það mál, þar sem í báðum málum var hlutverk kvenna við gerð tölvuleikja í brennidrepli.Sjá einnig: Ráðist á konur í tölvuleikjaheiminumLeost er þó vissulega fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins en ekki er á hreinu við hvað nákvæmlega hún starfaði innan þess. Hefur meðal annars blaðamaðurinn Brad Glasgow, sem skrifaði mikið um Gamergate hreyfinguna, gagnrýnt árásirnar gegn Leost harðlega og sagt að ekki sé hægt að draga einn einstakling til ábyrgðar fyrir mistök í framleiðslu á tölvuleikjum.pic.twitter.com/VAYZSG32fG— BioWare (@bioware) March 18, 2017 This is a really crappy thing to do. There is no reason to single out someone at BioWare because you don't like their work. pic.twitter.com/FzOFBblZ82— Brad Glasgow (@Brad_Glasgow) March 18, 2017
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira