Golf

Ólafía Þórunn byrjar að spila klukkan 19.23 í kvöld | Í 46. sæti eftir fyrsta daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm
Það er spennandi dagur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en í kvöld spilar hún sinn annan hring á Bank of Hope Founders meistaramótinu í Phoenix er mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn spilaði frábærlega á fyrsta hringnum í gær, náði meðal annars einum erni og endaði á því að leika á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Þessi spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði henni upp í 46. sæti en hún þarf samt að halda vel á kylfunni í dag ætli hún að ná niðurskurðinum sem er núna áætlaður við tvö högg undir par eins og staðan er núna.

Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 12.23 að staðartíma eða klukkan 19:23 að íslenskum tíma. Það verður fylgst með henni í beinni á Vísi og klukkan 22.00 hefst síðan útsending frá öðrum degi Bank of Hope Founders meistaramótsins á Golfstöðinni.

Íslandsmeistarinn er annars í sannkölluðum „stjörnuráshóp“ fyrstu tvo keppnisdagana  Þar leikur atvinnukylfingurinn úr GR með Cheyenne Woods og Michelle Wie en þær eru báðar frá Bandaríkjunum. Michelle Wie lék á sjö höggum undir pari og var í hóp efstu kvenna eftir fyrsta daginn.


Tengdar fréttir

Ólafía í sannkölluðum stjörnuráshóp

Hann er ekki amalegur félagsskapurinn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær fyrstu tvo dagana á Bank of Hope Founders meistaramótinu en mótið er liður í LPGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×