Mónakó sló Manchester City út á fleiri mörkum á útivelli | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 21:30 Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira