Citroën C5 Aircross lofar góðu Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 10:10 Citroën C5 Aircross verður eitthvað fyrir augað. Svona útlit og 313 hestöfl er eitthvað sem flestir myndu sætta sig við, en Citroën mun sýna þennan bíl í næsta mánuði á bílasýningunni í Shanghai í Kína. Þeir hjá Citroën segja að framleiðslugerð bílsins verði ekki langt frá þessu útliti og erfi því mikið útlitið af Aircross Concept tilraunabílnum sem fyrst var sýndur árið 2015. Þó má telja ólíklegt að bíllinn verði á 22 tommu felgum, eins og sá bíll var. Þegar Citroën sýndi þann tilraunbíl var það með þeim orðum að þar færi framtíðarútlit Citroën bíla og þá líklega meint í flokki jepplinga. Drifrás Citroën C5 Aircross samanstendur af brunavél og rafmótorum sem saman senda 313 hestöfl til hjólanna. Meiningin er að Citroën C5 Aircross komi í sölu strax á næsta ári.Citroen Aircross Concept tilraunabíllinn sem kynntur var árið 2015. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður
Svona útlit og 313 hestöfl er eitthvað sem flestir myndu sætta sig við, en Citroën mun sýna þennan bíl í næsta mánuði á bílasýningunni í Shanghai í Kína. Þeir hjá Citroën segja að framleiðslugerð bílsins verði ekki langt frá þessu útliti og erfi því mikið útlitið af Aircross Concept tilraunabílnum sem fyrst var sýndur árið 2015. Þó má telja ólíklegt að bíllinn verði á 22 tommu felgum, eins og sá bíll var. Þegar Citroën sýndi þann tilraunbíl var það með þeim orðum að þar færi framtíðarútlit Citroën bíla og þá líklega meint í flokki jepplinga. Drifrás Citroën C5 Aircross samanstendur af brunavél og rafmótorum sem saman senda 313 hestöfl til hjólanna. Meiningin er að Citroën C5 Aircross komi í sölu strax á næsta ári.Citroen Aircross Concept tilraunabíllinn sem kynntur var árið 2015.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður