Sagan í höndum Shakespeares Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Craig Shakespeare. Vísir/EPA Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira