Tesla Model 3 tilbúinn til fjöldaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 15:39 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent