Óvenjulegt bílastæði Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 11:05 Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent