Golf

Taugar Hadwin héldu undir lokin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kanadamaðurinn Adam Hadwin vann í gærkvöldi sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni er hann vann Valspar-mótið. Hann var þó næstum því búinn að klúðra málunum á lokaholunum.

Þessi 29 ára strákur, sem náði þeim einstaka árangri að spila hring á 59 höggum í janúar, var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn.

Hann sló aftur á móti í vatni á 16. holu og virtist vera að fara á taugum. Þá var allt jafnt.

Taugar Hadwin héldu og hann fékk par á lokaholunni á meðan hans helsti keppinautur, Patrick Cantlay, fékk skolla og varð að sætta sig við annað sætið.

Svíinn Henrik Stenson var efstur Evrópumanna á mótinu en Stenson var sex höggum á eftir Hadwin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×