Uppgefin drægni framleiðanda er um 400 km samkvæmt stöðluðum mæliaðferðum NEDC (New Europeean Driving Cycle). Ætla má að við íslenskar aðstæður sé meðaldrægni á hverri hleðslu nær 300 km sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki.
Heimahleðslustöð í tilefni frumsýningar
Hægt er að hlaða ZOE á öllum hraðhleðslustöðvum ON sem verið er að setja upp víða um land, en auk þess er hægt að hlaða bílinn með 3ja fasa heimahleðslustöð á tveimur og hálfri klukkustund. Í tilefni kynningar BL á ZOE býður BL fría heimahleðslustöð að andvirði 110 þúsund króna með öllum seldum ZOE til aprílloka og á tilboðið einnig við um þá sem staðfesta kaup á sama tímabili.
BL kynnir Renault ZOE í vel búinni Intens útgáfu sem er með öllum helsta öryggisbúnaði Renault sem aflaði bílnum 5 stjarna í öryggisprófunum EuroNCAP. Meðal staðalbúnaðar er sjálfvirkur hitastillir sem hitar bílinni upp að morgni áður en lagt er af stað út í umferðina, 16 álfelgur, LED dagljós og sjálfvirk hækkun og lækkun aðalljósa, regnskynjari á rúðuþurrkum, bakkmyndavél og R-link marmiðlunarbúnaður með 7“ snertiskjá og Bluetooth streymi fyrir síma og tónlist.
Í þessari útfærslu kostar Renaut ZOE Intens 3.690.000 krónur. ZOE er einnig hægt að fá í BOSE-útgáfu með fullkomnu hljómkerfi og leðursætum.
