Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:22 Ólafur Ólafsson visir/vilhelm Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur segir að S-hópurinn hafi komið best út úr mati HSBC bankans sem var ríkinu til ráðgjafar. Hópurinn hafi fengið flest stig og var tekið fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þáttöku. „Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segir að í framhaldinu hafi verið gerður kaupsamningur og að verð hafi verið að fullu greitt til íslenska ríkisins. „Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag,“ segir Ólafur. „Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.“Yfirlýsing Ólafs Ólafssonar í heild sinni:Í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 tel ég mikilvægt að fram komi eftirfarandi:S-hópurinn með hæsta boðiðS-hópurinn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Bjóðendur voru metnir af HSBC bankanum, sem var ríkinu til ráðgjafar, og kom S-hópurinn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þátttöku í kaupunum. Það er í samræmi við bókuð ummæli Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að viðskiptunum. Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði.Í framhaldi var gerður kaupsamningur eins og komið hefur fram. Kaupverð samkvæmt kaupsamningnum var að fullu greitt til íslenska ríkisins og staðið við öll þau skilyrði, sem sett voru í samningnum. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag. Ríkið fékk allt sitt greittÓumdeilt er að ríkið gekk til samninga við hæstbjóðendur, fékk kaupverð að fullu greitt, sem á endanum var hærra en upphaflegt kauptilboð hljóðaði upp á. Kjartan Bjarni Björgvinsson staðfesti aðspurður á blaðamannafundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skaðast í viðskiptunum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst aðkomu þýska bankans að kaupum á 16,28% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. Samkvæmt lögum var þýski bankinn lögmætur hluthafi í Eglu hf., hann innti af hendi hlutafjárframlag sitt eins og áskilið var og bar skyldur samkvæmt gerðum samningum.Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur segir að S-hópurinn hafi komið best út úr mati HSBC bankans sem var ríkinu til ráðgjafar. Hópurinn hafi fengið flest stig og var tekið fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þáttöku. „Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segir að í framhaldinu hafi verið gerður kaupsamningur og að verð hafi verið að fullu greitt til íslenska ríkisins. „Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag,“ segir Ólafur. „Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.“Yfirlýsing Ólafs Ólafssonar í heild sinni:Í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 tel ég mikilvægt að fram komi eftirfarandi:S-hópurinn með hæsta boðiðS-hópurinn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Bjóðendur voru metnir af HSBC bankanum, sem var ríkinu til ráðgjafar, og kom S-hópurinn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þátttöku í kaupunum. Það er í samræmi við bókuð ummæli Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að viðskiptunum. Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði.Í framhaldi var gerður kaupsamningur eins og komið hefur fram. Kaupverð samkvæmt kaupsamningnum var að fullu greitt til íslenska ríkisins og staðið við öll þau skilyrði, sem sett voru í samningnum. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag. Ríkið fékk allt sitt greittÓumdeilt er að ríkið gekk til samninga við hæstbjóðendur, fékk kaupverð að fullu greitt, sem á endanum var hærra en upphaflegt kauptilboð hljóðaði upp á. Kjartan Bjarni Björgvinsson staðfesti aðspurður á blaðamannafundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skaðast í viðskiptunum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst aðkomu þýska bankans að kaupum á 16,28% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. Samkvæmt lögum var þýski bankinn lögmætur hluthafi í Eglu hf., hann innti af hendi hlutafjárframlag sitt eins og áskilið var og bar skyldur samkvæmt gerðum samningum.Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira