Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2017 12:22 Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Um var að ræða blekkingu, að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, starfsmanns rannsóknarnefndarinnar en niðurstöður hennar voru kynntar á blaðamannafundi í Iðnó í dag.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVAVissu af feluleiknum Í skýrslunni segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Meðal þeirra sem tóku þátt í fléttunni eða höfðu vitneskju um það sem fram fór voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma. Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar í Kaupþingi hf., Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf., og Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi hf. á sama tíma, svo og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A.Frá fundi rannsóknarnefndar Alþingis í dag þar sem skýrslan var kynnt.Vísir/SigurjónMálið til þingsins „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A-Ö,“ sagði Finnur á blaðamannafundinum í dag. Refsing við auðgunarbrotum nema að hámarki sex ára fangelsi. Í 81. grein almennra hegningarlaga segir að sök í málum sem ekki liggur fyrri þyngri refsing við broti en tíu ára fangelsi fyrnist á tíu árum. Af því má ljóst vera að ekki er hægt að höfða sakamál á hendur fyrrnefndum aðilum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að skýrslan nefndarinnar fari nú til þingsins. Framvinda málsins ráðist af meðferð þingsins. Kjartan Björgvinson, formaður rannsóknarnefndarinnar, sat fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í hádeginu í dag og svaraði spurningum nefndarinnar.Upptöku frá blaðamannafundinum í Iðnó má sjá hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Um var að ræða blekkingu, að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, starfsmanns rannsóknarnefndarinnar en niðurstöður hennar voru kynntar á blaðamannafundi í Iðnó í dag.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVAVissu af feluleiknum Í skýrslunni segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Meðal þeirra sem tóku þátt í fléttunni eða höfðu vitneskju um það sem fram fór voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma. Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar í Kaupþingi hf., Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf., og Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi hf. á sama tíma, svo og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A.Frá fundi rannsóknarnefndar Alþingis í dag þar sem skýrslan var kynnt.Vísir/SigurjónMálið til þingsins „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A-Ö,“ sagði Finnur á blaðamannafundinum í dag. Refsing við auðgunarbrotum nema að hámarki sex ára fangelsi. Í 81. grein almennra hegningarlaga segir að sök í málum sem ekki liggur fyrri þyngri refsing við broti en tíu ára fangelsi fyrnist á tíu árum. Af því má ljóst vera að ekki er hægt að höfða sakamál á hendur fyrrnefndum aðilum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að skýrslan nefndarinnar fari nú til þingsins. Framvinda málsins ráðist af meðferð þingsins. Kjartan Björgvinson, formaður rannsóknarnefndarinnar, sat fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í hádeginu í dag og svaraði spurningum nefndarinnar.Upptöku frá blaðamannafundinum í Iðnó má sjá hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56