Eini fjárhagslegi ávinningur þýska bankans einnar milljón evru þóknun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2017 12:14 Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. fréttablaðið/gva Því fór fjarri, og stóð aldrei til, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið raunverulegur fjárfestir þegar 45,8 prósenta eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur árið 2003, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Af gögnum nefndarinnar verður ekki séð annað en að eini fjárhagslegi ávinningur bankans hafi takmarkast við þóknun að fjárhæð ein milljón evra. Telur nefndin ljóst að sú þóknun hafi verið endurgjald fyrir að koma fram sem fjárfestir í BúnaðarbankaÍslands hf. í gegnum Eglu hf. þótt bankinn væri alls ekki raunverulegur fjárfestir. Bankinn var kynntur til sögunnar í aðdraganda sölunnar á Búnaðarbankanum sem virtur og erlendur banki sem kæmi að kaupum S-hópsins svokallaða í gegnum eigu á helmingshlut í Eglu hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar, sem kynnt var í dag, segir að nokkrum klukkustundum áður en fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi undirrtað samningana við íslenska ríkið hafi bankinn skuldbundið sig fyrirfram til að selja Welling & Partners, aflandsfélagi að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hlut sinn um leið og unnt var. Um leið firrti þýski bankinn sig allri áhættu og von um hagnað af þeirri fjárfestingu sem bankinn hafði tekið þátt í opinberlega að nafninu til. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að aðkoma bankans hafi aðeins verið til málamynda og tímabundin. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Því fór fjarri, og stóð aldrei til, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið raunverulegur fjárfestir þegar 45,8 prósenta eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur árið 2003, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Af gögnum nefndarinnar verður ekki séð annað en að eini fjárhagslegi ávinningur bankans hafi takmarkast við þóknun að fjárhæð ein milljón evra. Telur nefndin ljóst að sú þóknun hafi verið endurgjald fyrir að koma fram sem fjárfestir í BúnaðarbankaÍslands hf. í gegnum Eglu hf. þótt bankinn væri alls ekki raunverulegur fjárfestir. Bankinn var kynntur til sögunnar í aðdraganda sölunnar á Búnaðarbankanum sem virtur og erlendur banki sem kæmi að kaupum S-hópsins svokallaða í gegnum eigu á helmingshlut í Eglu hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar, sem kynnt var í dag, segir að nokkrum klukkustundum áður en fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi undirrtað samningana við íslenska ríkið hafi bankinn skuldbundið sig fyrirfram til að selja Welling & Partners, aflandsfélagi að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hlut sinn um leið og unnt var. Um leið firrti þýski bankinn sig allri áhættu og von um hagnað af þeirri fjárfestingu sem bankinn hafði tekið þátt í opinberlega að nafninu til. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að aðkoma bankans hafi aðeins verið til málamynda og tímabundin. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56