„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 11:54 Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 102,3 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. VÍSIR/VILHELM Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21