Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:00 Lionel Messi lét þennan aðstoðardómara heyra það. Vísir/Getty Um fátt annað er talað í Argentínu en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var skyndilega settur í af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í gær. Þetta var tilkynnt aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins gegn Bólívíu í undankeppni HM 2018. Argentína tapaði leiknum, 2-0, og datt niður í fimmta sæti riðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM. Sjá einnig: Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu, furðaði sig mjög á tímasetningunni á banni Messi og vinnubrögðum Messi. Messi er gefið að sök að hafa úthúðað aðstoðardómara í sigri Argentínu á Síle á fimmtudag. „Þegar orðrómurinn um þetta fór að breiða úr sér fórum við að hafa meiri áhyggjur af þessu. Það virðist furðulegt að það sé hægt að ganga frá öllu saman á einum degi, án þess að við höfum tíma til að áfrýja,“ sagði Bauza. „Nú er formlegt áfrýjunarferli farið af stað,“ bætti hann við. Gerard Pique, liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, var einnig hissa á niðurstöðu FIFA. „Ég er ekki rétti aðilinn til að ræða þær ákvarðanir sem FIFA tekur en mér sýnist það forkastanlegt að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann.“ Fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni í Suður-Ameríku og að öllu óbreyttu ætti Messi að ná síðasta leik Argentínu í riðlakeppninni, gegn Ekvador þann 10. október næstkomandi. Sjá einnig: Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands en aðeins fjögur stig skilja að liðin í 2.-6. sæti riðilsins - Kólumbíu, Úrúgvæ, Síle, Argentínu og Ekvador. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Um fátt annað er talað í Argentínu en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var skyndilega settur í af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í gær. Þetta var tilkynnt aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins gegn Bólívíu í undankeppni HM 2018. Argentína tapaði leiknum, 2-0, og datt niður í fimmta sæti riðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM. Sjá einnig: Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu, furðaði sig mjög á tímasetningunni á banni Messi og vinnubrögðum Messi. Messi er gefið að sök að hafa úthúðað aðstoðardómara í sigri Argentínu á Síle á fimmtudag. „Þegar orðrómurinn um þetta fór að breiða úr sér fórum við að hafa meiri áhyggjur af þessu. Það virðist furðulegt að það sé hægt að ganga frá öllu saman á einum degi, án þess að við höfum tíma til að áfrýja,“ sagði Bauza. „Nú er formlegt áfrýjunarferli farið af stað,“ bætti hann við. Gerard Pique, liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, var einnig hissa á niðurstöðu FIFA. „Ég er ekki rétti aðilinn til að ræða þær ákvarðanir sem FIFA tekur en mér sýnist það forkastanlegt að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann.“ Fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni í Suður-Ameríku og að öllu óbreyttu ætti Messi að ná síðasta leik Argentínu í riðlakeppninni, gegn Ekvador þann 10. október næstkomandi. Sjá einnig: Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands en aðeins fjögur stig skilja að liðin í 2.-6. sæti riðilsins - Kólumbíu, Úrúgvæ, Síle, Argentínu og Ekvador.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30