Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld.
Herdís hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember 2015 en á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði var Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hins vegar kjörin nýr formaður stjórnar tryggingafélagsins. Svanhildur kom þá jafnframt ný inn í stjórn félagsins.
Eftir brotthvarf Herdísar er stjórn VÍS, til viðbótar við Svanhildi Nönnu, skipuð Helgu Hlín Hákonardóttur, sem varaformaður stjórnar, Gesti Breiðfjörð Gestssyni og Valdimar Svavarssyni.
Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS
