Viðskipti innlent

Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS

Hörður Ægisson skrifar
Herdís Fjeldsted var stjórnarformaður VÍS frá nóvember 2015 fram í mars á þessu ári.
Herdís Fjeldsted var stjórnarformaður VÍS frá nóvember 2015 fram í mars á þessu ári.
Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld.

Herdís hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember 2015 en á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði var Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hins vegar kjörin nýr formaður stjórnar tryggingafélagsins. Svanhildur kom þá jafnframt ný inn í stjórn félagsins. 

Eftir brotthvarf Herdísar er stjórn VÍS, til viðbótar við Svanhildi Nönnu, skipuð Helgu Hlín Hákonardóttur, sem varaformaður stjórnar, Gesti Breiðfjörð Gestssyni og Valdimar Svavarssyni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×