Telja að vöxtur ferðamanna muni dragast saman Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 10:00 Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn. Vísir/Vilhelm Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30
Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30