Vefsalan hjá Lax-Á komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 25. mars 2017 12:00 Það er mikill spenningur meðal veiðimanna þessa dagana enda aðeins sex dagar í að veiðin hefjist og margir eru þegar farnir að bóka sumarið. Úrval veiðileyfa hefur sjaldan verið jafn gott og keppast veiðileyfasalar og leigutakar við að kynna þá daga sem lausir eru en eins og við mátti búast eru bestu dagarnir víða löngu bókaðir. Það má þó ennþá finna mikið af spennandi leyfum en eins og má reikna með ef veiðin verður góð fyrstu dagana í laxveiðinni fara þeir dagar sem eru lausir mjög hratt eftir það. Vefsalan hjá Lax-Á er komin í loftið og þar má finna leyfi í mörg af þekktari veiðisvæðum landsins. Bestu dagarnir eru þegar farnir í Blöndu 1 en það er laust frá 1. ágúst og á meðan Blanda er ekki á yfirfalli er þetta mjög fínn tími. Töluvert er laust á Blöndu 2-4 og þar má finna daga á fínu verði á góðum tíma. Það er laust í Eystri Rangá í ágúst en hún hefur siðustu ár verið ein af vinsælustu veiðiánum á landinu. Leirvogsá er komin til Lax-Á og er þetta fyrsta sumarið sem félagið selur í hana. Salan hefur greinilega verið góð því þar er allt sumarið farið til 29. ágúst að undanskildum fjórum dögum frá 26. júní sem er eiginlega óskiljanlegt því ef það verður smálaxasumar eins og margir hafa spáð verður þetta sá tími sem göngurnar byrja að mæta og þá er fjör við bakkann. Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði
Það er mikill spenningur meðal veiðimanna þessa dagana enda aðeins sex dagar í að veiðin hefjist og margir eru þegar farnir að bóka sumarið. Úrval veiðileyfa hefur sjaldan verið jafn gott og keppast veiðileyfasalar og leigutakar við að kynna þá daga sem lausir eru en eins og við mátti búast eru bestu dagarnir víða löngu bókaðir. Það má þó ennþá finna mikið af spennandi leyfum en eins og má reikna með ef veiðin verður góð fyrstu dagana í laxveiðinni fara þeir dagar sem eru lausir mjög hratt eftir það. Vefsalan hjá Lax-Á er komin í loftið og þar má finna leyfi í mörg af þekktari veiðisvæðum landsins. Bestu dagarnir eru þegar farnir í Blöndu 1 en það er laust frá 1. ágúst og á meðan Blanda er ekki á yfirfalli er þetta mjög fínn tími. Töluvert er laust á Blöndu 2-4 og þar má finna daga á fínu verði á góðum tíma. Það er laust í Eystri Rangá í ágúst en hún hefur siðustu ár verið ein af vinsælustu veiðiánum á landinu. Leirvogsá er komin til Lax-Á og er þetta fyrsta sumarið sem félagið selur í hana. Salan hefur greinilega verið góð því þar er allt sumarið farið til 29. ágúst að undanskildum fjórum dögum frá 26. júní sem er eiginlega óskiljanlegt því ef það verður smálaxasumar eins og margir hafa spáð verður þetta sá tími sem göngurnar byrja að mæta og þá er fjör við bakkann.
Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði