Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel 25. mars 2017 21:45 Arjen Robben, leikmaður Hollands. vísir/getty Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira