Vonlaust að halda partí án rappara Guðný Hrönn skrifar 25. mars 2017 09:00 Rapparinn Herra Hnetusmjör mun halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Anton Brink Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist. Næturlíf Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist.
Næturlíf Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira