Starfsfólki Gæðings sagt upp og bjórtegundir hverfa úr ÁTVR Haraldur Guðmundsson skrifar 24. mars 2017 08:45 Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði. Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, hefur dregið verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og ætlar að einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. Þremur starfsmönnum brugghússins var sagt upp um síðustu áramót en Gæðingur hefur selt sex bjórtegundir í vínbúðum ÁTVR auk árstíðabundinna bjóra. „Það borgar sig ekki lengur fjárhagslega að halda úti fullri framleiðslu því þetta er nokkuð strembið. Helsta vandamálið liggur í fjarlægðinni en við erum úti á landi og ég hef ekki haft aðgengi að bruggurum á svæðinu. Hér þarf maður að útvega starfsfólki húsnæði og fleira sem er dýrara en þegar maður er nálægt stærri vinnumarkaði eins og höfuðborgarsvæðinu. Ég held því að ég hætti sölu í ÁTVR að mestu, en selji þetta í kútum, en þó ætla ég ekki alveg að gefa upp á bátinn tvær tegundir í dósum eða Tuma Humal og Gæðing Pale Ale,“ segir Árni í samtali við Vísi.Bjórar Gæðings verða nú nánast einungis framleiddir á kúta.Bjórinn skemmdistÖrbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Árni á þar að auki Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Fyrstu árin starfaði reyndur bruggari hjá fyrirtækinu sem kom vörumerkinu af stað og bjórar Gæðings fóru að vekja athygli. Sá starfsmaður lét síðar af störfum og í febrúar 2014 var ákveðið að selja bjórinn í áldósum. Fyrirtækið hafði þá keypt dósaátöppunarvél en að sögn Árna fór að halla undan fæti nokkru síðar. „Þegar bruggarinn hætti komu Pétur og Páll og höfðu ýmislegt gott fram að færa en einnig mikið af klúðri vegna þekkingarleysis á aðstæðum. Svo var ég ítrekað að lenda í því að önnur hver sending, eftir að ég fór í dósirnar, var skemmd. Og ef það er ein dós skemmd í heilu bretti þá eru reglurnar hjá Ríkinu þannig að ég þarf að taka brettið aftur norður og allur hagnaðurinn þar með farinn,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi alveg verið rétt og dósirnar fengu fínar viðtökur. Í raun og veru gat ég selt meira en ég afgreiddi. En það var eilíft bras út af mistökum eða skemmdum á bjórnum. Ég hélt að þetta væri hér hjá mér en síðan kom í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þetta til flutningsins.“Laus við áhyggjurnarÁrni var með þrjá starfsmenn í fullri vinnu þegar mest lét en framleiðir nú sjálfur um helming af því sem áður var. „Núna er þetta meira eins og áhugamál. Ég er aðra hvora viku að vinna við þetta sjálfur en næ samt á þeim tíma að afkasta í magni því sem þrír menn gerðu alla daga. Núna er ekkert klúður með flutninga eða skemmdir og svoleiðis dót þar sem þetta er allt komið á kúta,“ segir Árni og heldur áfram: „Í fyrra borgaði ég með þessu fyrirtæki eina milljón á mánuði úr hinum vasanum. Núna er þetta allt annað og það koma peningar til baka. Ég er svo sem ekkert að pæla í fjárfestingunni sem er upp á einhverjar 30 til 50 milljónir króna. Hún er bara þarna og ég á þetta og nú hef ég gaman að þessu og er laus við allt vesenið og áhyggjurnar sem fylgdu hinu.“ „Til að undirstrika þessa nýju kútastefnu mun nýr bjór sem ég framleiddi með Borg hér í brugghúsinu mínu, og er nú í gerjun, eingöngu fást á kútum." Íslenskur bjór Tengdar fréttir Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35 Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, hefur dregið verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og ætlar að einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. Þremur starfsmönnum brugghússins var sagt upp um síðustu áramót en Gæðingur hefur selt sex bjórtegundir í vínbúðum ÁTVR auk árstíðabundinna bjóra. „Það borgar sig ekki lengur fjárhagslega að halda úti fullri framleiðslu því þetta er nokkuð strembið. Helsta vandamálið liggur í fjarlægðinni en við erum úti á landi og ég hef ekki haft aðgengi að bruggurum á svæðinu. Hér þarf maður að útvega starfsfólki húsnæði og fleira sem er dýrara en þegar maður er nálægt stærri vinnumarkaði eins og höfuðborgarsvæðinu. Ég held því að ég hætti sölu í ÁTVR að mestu, en selji þetta í kútum, en þó ætla ég ekki alveg að gefa upp á bátinn tvær tegundir í dósum eða Tuma Humal og Gæðing Pale Ale,“ segir Árni í samtali við Vísi.Bjórar Gæðings verða nú nánast einungis framleiddir á kúta.Bjórinn skemmdistÖrbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Árni á þar að auki Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Fyrstu árin starfaði reyndur bruggari hjá fyrirtækinu sem kom vörumerkinu af stað og bjórar Gæðings fóru að vekja athygli. Sá starfsmaður lét síðar af störfum og í febrúar 2014 var ákveðið að selja bjórinn í áldósum. Fyrirtækið hafði þá keypt dósaátöppunarvél en að sögn Árna fór að halla undan fæti nokkru síðar. „Þegar bruggarinn hætti komu Pétur og Páll og höfðu ýmislegt gott fram að færa en einnig mikið af klúðri vegna þekkingarleysis á aðstæðum. Svo var ég ítrekað að lenda í því að önnur hver sending, eftir að ég fór í dósirnar, var skemmd. Og ef það er ein dós skemmd í heilu bretti þá eru reglurnar hjá Ríkinu þannig að ég þarf að taka brettið aftur norður og allur hagnaðurinn þar með farinn,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi alveg verið rétt og dósirnar fengu fínar viðtökur. Í raun og veru gat ég selt meira en ég afgreiddi. En það var eilíft bras út af mistökum eða skemmdum á bjórnum. Ég hélt að þetta væri hér hjá mér en síðan kom í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þetta til flutningsins.“Laus við áhyggjurnarÁrni var með þrjá starfsmenn í fullri vinnu þegar mest lét en framleiðir nú sjálfur um helming af því sem áður var. „Núna er þetta meira eins og áhugamál. Ég er aðra hvora viku að vinna við þetta sjálfur en næ samt á þeim tíma að afkasta í magni því sem þrír menn gerðu alla daga. Núna er ekkert klúður með flutninga eða skemmdir og svoleiðis dót þar sem þetta er allt komið á kúta,“ segir Árni og heldur áfram: „Í fyrra borgaði ég með þessu fyrirtæki eina milljón á mánuði úr hinum vasanum. Núna er þetta allt annað og það koma peningar til baka. Ég er svo sem ekkert að pæla í fjárfestingunni sem er upp á einhverjar 30 til 50 milljónir króna. Hún er bara þarna og ég á þetta og nú hef ég gaman að þessu og er laus við allt vesenið og áhyggjurnar sem fylgdu hinu.“ „Til að undirstrika þessa nýju kútastefnu mun nýr bjór sem ég framleiddi með Borg hér í brugghúsinu mínu, og er nú í gerjun, eingöngu fást á kútum."
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35 Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35
Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10