Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 13:57 Heimir með hinni tíu ára Mirey, sem er með nafnið sitt saumað í treyjunna, við hlið merkis KSÍ. Vísir/E. Stefán Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira