Margrét Lára um móðurhlutverkið: Sé ekki eftir tímanum sem ég var frá Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 11:30 Margrét Lára er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/ernir Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira