3 nýir jeppar frá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 12:35 Þessi mynd sýnir áætlanir Skoda fyrir Kína. Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent