Golf

Tiger elskar Masters og stefnir á að vera með

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger er bjartsýnn.
Tiger er bjartsýnn. vísir/getty
Tiger Woods hefur ekki gefið upp alla von um að taka þátt á Masters-mótinu sem hefst eftir tvær vikur.

Woods er meiddur og hefur ekki spilað golf síðan 3. febrúar. Það voru því ekki margir að reikna með honum á Masters.

„Ég er að leggja mikið á mig á hverjum degi í von um að geta tekið þátt á Masters,“ sagði Tiger í sínu fyrsta viðtali síðan hann meiddist.

„Ég elska Masters og það hefur skipt mig svo miklu máli í lífinu að vera þar. Það er fyrsta risamótið sem ég tók þátt í árið 1995. Þarna er einstök saga og ég vil helst ekki missa af því.“

Tiger hefur unnið 14 risamóti á ferlinum en það fyrsta var Masters fyrir sléttum 20 árum síðan. Þá var hann 21 árs gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×