Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 14:24 Avni Pepa hlaut ekki náð fyrir augum Albert Bunjaki, landsliðsþjálfara Kósovó. vísir/hanna Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40