Selur franska ríkið eignarhlut sinn í Renault? Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 11:00 Höfuðstöðvar Renault. Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent