Audi stöðvar framleiðslu á A4 og A5 vegna eldsvoða hjá íhlutframleiðanda Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 13:00 Audi A4. Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent
Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent