Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser Sæunn Gísladóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Martin Zeil. vísir/EPA Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira
Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira